Innlent

Bleikja á Bessastöðum

Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr nú að snæðingi á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í morgun. Við hádegisverðinn eru einnig makar ráðherra.

Á boðstólum er humar og gæsalifrarpaté í forrétt en boðið verður upp á bleikju í aðalrétt. Þykir sumum það nokkuð skoplegt þar sem reynt var að nefna nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Bleikjuna á einni af bloggsíðum landsins.

Segja má að forsetinn einn stjórni landinu nú í nokkrar klukkustundir því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er farin frá og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tekur ekki við fyrr en klukkan tvö. Sent verður beint frá þeim ríkisráðsfundi á bæði Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×