Innlent

Hagar fagna yfirlýsingu um aukið frelsi með landbúnaðarvörur

MYND/Sigurður Jökull

Fyrirtækið Hagar, dótturfélag Baugs sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og 10-11, fagnar yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um aukið frelsi með landbúnaðarvörur og segir slíkt frelsi forsenda fyrir lægra matvöruverði á Íslandi.

Í tilkynningu þar sem farið er yfir afkomu félagsins á síðasta reikningsári kemur fram að umræða um hátt matarverð hér á landi haldi áfram, en hún hafi í auknum mæli beinst að háu verði á landbúnaðarvörum, höftum í viðskiptum með þær vörur og stjórnvöldum, enda fáar þjóðir sem búi við jafnmikil höft í verslun með matvöru og tollvernd landbúnaðarvara.

Í tilkynningunni er jafnframt skorað á nýja ríkisstjórn að draga sig út úr smásölurekstri, meðal annars umsvifamikilli snyrtivöru- og raftækjaverslun í Leifsstöð. Þá sé einnig mikilvægt að stjórnvöld heimili sölu á léttvíni og bjór í dagvöruverslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×