Innlent

Fráfarandi ríkisstjórn á sínum síðasta ríkisráðsfundi

Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom saman á sinn síðasta ríkisráðsfund ásamt forseta Íslands á Bessastöðum nú klukkan hálfellefu.

Alls hverfa sjö ráðherrar úr embætti, sex ráðherrar Framsóknarflokksins og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem tekur við starfi forseta Alþingis. Forsetinn býður svo ráðherrunum og mökum þeirra til hádegisverðar á Bessastöðum.

Eftir hann, eða klukkan tvö, kemur ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar saman á sinni fyrsta ríkisráðsfund og verður sent beint út frá fundinum á Stöð 2 og Vísi. Nýir ráðherrar munu svo taka við lyklum að ráðuneytum sínum síðar í dag.

Ákveðið hefur verið að Alþingi komi svo saman eftir viku, fimmtudaginn 31. maí, þar sem væntanlega verður lögð fram þingsályktun um málefni barna, rætt um málefni aldraðra og breytta verkaskiptingu ráðuneyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×