Innlent

Tölvum stolið úr Golfskála Kiðjabergs í Grímsnesi

Frá Grímsnesi.
Frá Grímsnesi. MYND/GVA

Brotist var inn í golfskálann hjá Golfklúbbi Kiðjabergs í Grímsnesi í gærkvöldi eða nótt og ýmsu stolið þaðan. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér þrjár tölvur, þar af tvær splunkunýjar, áfengi og eitthvað af peningum. Að sögn staðarhaldara þar er tjónið töluvert enda eru öll gögn golfklúbbsins í tölvunum, þar á meðal félagaskrá.

Þetta er ekki eina innbrotið á svæðinu á síðustu dögum því brotist var inn í Þrastarlund í Grímsnesi og fyrirtæki í Reykholti í Aratungu aðfaranótt þriðjudagsins. Lögregla á Selfossi rannsakar málið og biður þá sem orðið hafa varið við grunsamlegar mannaferðir nærri þessum stöðum síðustu nætur að hafa samband í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×