Innlent

Ríkisstjórnarskipti á Bessastöðum á morgun

MYND/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að ríkisráðsfundir fari fram á Bessastöðum á morgun klukkan hálfellefu og tvö. Á fyrri fundinum kemur gamla ríkisstjórnin saman, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og þá láta ráðherrar Framsóknarflokks og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins af embætti. Alþingi kemur saman í næstu viku.

Að fundinum loknum býður forseti ráðherrum og mökum þeirra til hádegisverðar á Bessastöðum. Á síðari ríkisráðsfundinum veitir forseti svo nýrri ríkisstjórn umboð en í henni eru sjö nýir ráðherrar, sex úr Samfylkingunni og einn úr Sjálfstæðisflokknum.

Eins og fram kom í fréttum var stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar kynnt í dag, 23. maí, en svo skemmtilega vill til að stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar var birt fyrir nákvæmlega fjórum árum, 23. maí 2003.

Alþingi mun svo koma saman þann 31. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×