Innlent

Fagna breytingum í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum

MYNDPjetur

Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þó sérstkalega það sem snýr að heilbrigðismálum og landbúnaði.

Það sé fagnaðarefni að skapa eigi svigrúm fyrir einkarekstur og taka upp blandaða fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Aðkallandi sé að ráðast í grunvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu þannig að fjármunir þar nýtist sem best. Þá sé fagnaðarefni að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað með það fyrir augum að auka frelsi til hagsbóta fyrir bændur og neytendur.

Þá styðja ungir sjálfstæðismenn áframhaldandi skattalækkanir. Ungir sjálfstæðismenn segja samstarf flokksins við Framsókn hafa verið gott og þeir horfa björtum augum til samstarfs við Samfylkinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×