Innlent

Hefði kosið jafnari hlut kynjanna

Ásta Möller, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segist hafa kosið betri hlut kvenna í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en fimm af ráðherrum flokksins eru karlar.

Ásta, sem af sumum var talin líklegur heilbrigðisráðherra, sagði Guðlaug Þór Þórðarsson, sem hreppti hnossið, verða öflugan ráðherra og að hún óskaði honum góð gengis. Sagði hún formann flokksins hafa lagt fram tillögu að ráðherraefnum og það hafi verið rætt á þingflokksfundi og svo samþykkt.

Aðspurð hvort þetta væru hæfustu einstaklingarnir sagði Ásta að þetta væru mjög hæfir menn. Flokkurinn hefði á að skipa einvalaliði á þingi og hún teldi að helmingi fleiri eða jafnvel þrefalt fleiri hefðu getað axla þessa ábyrgð.

Aðspurð um breytingar í heilbrigðisráðuneytinu sem nú er í höndum sjálfstæðismanna sagði Ásta að nauðsynlegt væri að breyta til í kerfinu og hún tryði því að heilbrigðiskerfið yrðui sterkara eftir breytingar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×