Innlent

Kostir einkareksturs nýttir í meiri mæli segir nýr heilbrigðisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson verður heilbrigðisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið skipt upp og í samtali við Stöð 2 sagði Guðlaugur að breytingin felist helst í því að almannatryggingarnar fara úr heilbrigðisráðuneytinu en að sjúkratryggingar verði áfram undir hatti heilbrigðisráðherra.

Guðlaugur sagði að stjórnarsáttmálinn nýji innihéldi metnaðarfulla áætlun í heilbrigðismálum. Hann segist vera þeirrar skoðunnar að skynsamlegt væri að nýta kosti einkareksturs í meiri mæli. „Þó verður ekki horfið frá þeirri grundvallarreglu að menn eiga að geta notið þjónustunnar óháð efnahag," sagði Guðlaugur Þór.

Guðlaugur mun láta af formennsku í stjórn Orkuveitunnar og við starfinu tekur Haukur Leósson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×