Innlent

Norðanflug á loft í júní

Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, hefur hafið starfsemi. Fyrsta flugferðin verður farin 3. júní og áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að sú borg hafi orðið fyrir valinu vegna góðrar legu með tilliti til dreifingar á fiski innan Evrópu. Þaðan er um tveggja tíma akstur til Boulogne sur Mer í Frakklandi sem er áfangastaður stærsta hlutar þess ferska fisks sem flogið er með frá Íslandi.

Flugfélagið verður með aðsetur í Oddeyrarskála á Akureyri og nýráðinn framkvæmdastjóri er Unndór Jónsson. Stofnendur Norðanflugs eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Capital Fjárfestingarbanki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×