Innlent

Kvótakerfið að rústa byggðum landsins

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir lokun Kambs á Flateyri sönnun þess að ekki sé hægt að starfa innan kvótakerfisins. Hann segir kerfið á góðri leið með að rústa byggðum landsins. Flateyringar hafa notið góðs af kerfinu fram til þessa segir sjávarútvegsráðherra.

Eins og fram hefur komið í fréttum mun útgerðar- og fiskvinnslufyrirætkinu Kambi á Flateyri verðalokað og bátar og aflaheimildir seldar burt. Hjá fyrirtækinu hafa starfað 120 manns og hefur það verið að vinna um 9000 tonn af bolfiski en aflaheimildir sem fyrirtækið eru 2700 tonn. Hinrik Kristjánsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins hefur sagt að ástæða lokunarinnar sé að reksturinn hafi gengið of erfiðlega. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir yfirlýsingar Hinriks í fjölmiðlum sönnun þess að ekki einu sinni sjálfstæðismenn geti starfað innan kvótakerfisins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×