Innlent

Minnkandi verðbólga og vaxandi atvinnuleysi

MYND/SK

Vaxandi atvinnuleysi og minnkandi verðbólga í kjölfar kólnun hagkerfisins mun einkenna íslenskt efnhagslíf á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Gert er ráð fyrir miklum samdrætti í fjárfestingum á næsta ári.

Í spánni er fjallað um framvindu og horfur helstu þátta efnhagsmála á árunum 2007 til 2009.

Samkvæmt spánni mun viðskiptahalli dragast hratt saman í ár og verða um 15,8 prósent af landsframleiðslu. Útflutningur á áli mun stóraukast en á móti mun almennur innflutningur dragast saman.

Þá er því spáð að atvinnuleysi muni aukast á næstu misserum og verða 3,2 prósent árið 2008 og 3,4 prósent árið 2009. Í fyrra var atvinnuleysi að meðaltali 1,3 prósent.

Gert er ráð fyrir því að verðbólgan fari hratt minnkandi á næstunni og verði í kringum 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans undir lok þessa árs.

Spáð er 1 prósent hagvexti í ár.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×