Sjoppur hirða til sín skattalækkun á kostnað neytenda 24. apríl 2007 09:12 Sjoppur á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki skilað skattalækkunum til neytenda að fullu samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Aðeins 6 af þeim 64 sjoppum sem könnunin náði til höfðu lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts á matvælum. Í sumum tilvikum hafði verð hækkað á tímabilinu. Fimm sjoppur lækkuð ekki verð og sjö meinuðu samtökunum að kanna verð.Neytendasamtökin könnuðu verð í 64 sjoppum og bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu í lok febrúar til að fylgjast með verðbreytingum í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts á matvælum. Verð var síðan kannað aftur í apríl.Í niðurstöðum könnunarinnar kemur í ljós að aðeins sex sjoppur skiluðu virðisaukaskattslækkuninni til viðskiptavina sinna. Í fimm sjoppum mældist engin verðlækkun og í sjö var samtökunum meinað að kanna verð í seinna skiptið. Alls lækkuðu 17 sjoppur verð að hluta og 28 að littlu leyti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Vísi niðurstöðurnar valda vonbrigðum. „Það eru alltof margar sjoppur sem lækka ekki eða lækka ófullnægjandi og taka hluta af virðisaukaskattslækkuninni til sín. Ég minni á það að þessi skattalækkun var gerð til þess að bæta kjör neytenda en ekki verslana."Sjoppur sem lækkuðu verð að fullu:Bónusvídeó - Lækjargötu HafnarfirðiNesti (N1)Select (Shell)STÁ Video - Kársnesbraut KópavogUppgrip (Olís)Víkivaki - Laugavegi 5Sjoppur sem ekki lækkuðu verð:Aðalhornið - Barónsstíg 27Grandakaffi - GrandagarðiSælgætis- og vídeóhöllin - Garðatorgi 1 GarðabæSöluturninn - Bæjarhrauni 20 HafnarfirðiTrisdan (Skutlan) - LækjartorgiSjoppur þar sem Neytendasamtökunum var meinað að kanna verð:Biðskýlið - Kópavogsbraut 115 KópavogiBitahöllin - Stórhöfða 15Holtanesti - Melabraut 11 HafnarfirðiÍs Café - Vegmúla 2 (v/Suðurlandsbraut)Nesbitinn - Eiðistorgi 13 SeltjarnarnesiSöluturninn Toppurinn - Síðumúla 8Texax - Veltusundi 3Könnun Neytendasamtakanna má sjá hér. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sjoppur á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki skilað skattalækkunum til neytenda að fullu samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Aðeins 6 af þeim 64 sjoppum sem könnunin náði til höfðu lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts á matvælum. Í sumum tilvikum hafði verð hækkað á tímabilinu. Fimm sjoppur lækkuð ekki verð og sjö meinuðu samtökunum að kanna verð.Neytendasamtökin könnuðu verð í 64 sjoppum og bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu í lok febrúar til að fylgjast með verðbreytingum í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts á matvælum. Verð var síðan kannað aftur í apríl.Í niðurstöðum könnunarinnar kemur í ljós að aðeins sex sjoppur skiluðu virðisaukaskattslækkuninni til viðskiptavina sinna. Í fimm sjoppum mældist engin verðlækkun og í sjö var samtökunum meinað að kanna verð í seinna skiptið. Alls lækkuðu 17 sjoppur verð að hluta og 28 að littlu leyti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Vísi niðurstöðurnar valda vonbrigðum. „Það eru alltof margar sjoppur sem lækka ekki eða lækka ófullnægjandi og taka hluta af virðisaukaskattslækkuninni til sín. Ég minni á það að þessi skattalækkun var gerð til þess að bæta kjör neytenda en ekki verslana."Sjoppur sem lækkuðu verð að fullu:Bónusvídeó - Lækjargötu HafnarfirðiNesti (N1)Select (Shell)STÁ Video - Kársnesbraut KópavogUppgrip (Olís)Víkivaki - Laugavegi 5Sjoppur sem ekki lækkuðu verð:Aðalhornið - Barónsstíg 27Grandakaffi - GrandagarðiSælgætis- og vídeóhöllin - Garðatorgi 1 GarðabæSöluturninn - Bæjarhrauni 20 HafnarfirðiTrisdan (Skutlan) - LækjartorgiSjoppur þar sem Neytendasamtökunum var meinað að kanna verð:Biðskýlið - Kópavogsbraut 115 KópavogiBitahöllin - Stórhöfða 15Holtanesti - Melabraut 11 HafnarfirðiÍs Café - Vegmúla 2 (v/Suðurlandsbraut)Nesbitinn - Eiðistorgi 13 SeltjarnarnesiSöluturninn Toppurinn - Síðumúla 8Texax - Veltusundi 3Könnun Neytendasamtakanna má sjá hér.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira