Innlent

Slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli

Karlmaður á fimmtugsaldri slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli á Suðurlandsvegi við Sandskeið laust eftir klukkan fjögur í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en ekki liggur fyrir hvort meiðsl hans séu alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×