Innlent

Kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík haldin í dag

Fyrsta kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík var haldin í dag.
Sigurvegarar hennar eru í 10. bekk og elduðu innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki. Markmið keppninnar er að vekja áhuga grunnskólabarna á matreiðslu.


Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin en hún fór fram í matreiðsludeild Menntaskólans í Kópavogi. 10 lið úr 10 skólum í Reykavík tóku þátt og voru keppendur allir í 9. og 10. bekk. Krakkarnir elduðu ýmsa flókna rétti og fengu einungis klukkustund fyrir matseldina. Hráefnið í réttina mátti ekki kosta meira en 1000 krónur og voru alvöru dómarar sem dæmdu keppnina. Markmiðið með keppninni er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og kveikja hjá þeim áhuga á heimilsfræði.


Krakkar úr Hamraskóli lentu í þriðja sæti og elduðu þeir ostafyllta beikonvafðakjúklingabringu. Þá voru krakkar úr Álftamýraskóla sem elduðu svokallað smálúðuævintýri. Strákar úr Rimaskóla báru síðan sigur úr býtum í keppninni. Uppskrift þeirra var frumsamin og elduðu þeir innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki á salatbeði með Matsuhisa dressingu. Þeir æfðu stíft fyrir keppnina og eru hæstánægðir með sigurinn. Strákarnir segjast vanir eldamennsku og komu í keppnina til að sigra. Dómurum þótti einnig vel takast til hjá sigurvegurunum og bragðast rétturinn vel.


Stákarnir unnu sælkeraferð til Lundúna í verðlaun og þar verður meðal annars borðað á veitingastaðnum Fifteen sem hinn þekkti kokkur Jamie Oliver rekur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.