Innlent

Vinstri - grænir fá tvo menn í SV-kjördæmi

Vinstri - grænir fá tvo menn kjörna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttstofu Stöðvar 2. Flokkurinn fékk engan mann kjörinn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Framsóknarflokkurinn missir sinn mann í kjördæminu og þar af leiðandi væri Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra fallin af þingi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við fylgi sitt og fær samkvæmt könnuninni fimm menn kjörna en hefur nú fjóra. Samfylking tapar 8,3 prósentum frá síðustu kosningum og missir einn mann, fer úr fjórum í þrjá. Frjálslyndi flokkurinn, Íslandshreyfingin og Baráttsamtökin fá enga menn kjörna.

Samkvæmt könnuninni er Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósenta fylgi í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn með 43 prósent, Frjálslyndi flokkurinn með 5,6 prósent, Íslandshreyfingin 3,3 prósent, Samfylkingin 24,5 prósent, Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 17,4 prósent og Baráttusamtökin með 0,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×