Innlent

Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London

Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. MYND/Hrönn

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við vígslu nýs biskups í Southwark dómkirkjunni í Englandi sem fram fer á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá biskupsstofu.

Það var Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, sem bauð Karli Sigurbirnssyni að verða við vígsluathöfnina. Með biskupi í för er Kristín Guðjónsdóttir eiginkona hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×