Innlent

Eldurinn sagður hafa kviknað í söluturni

Húsin sem brenna í miðbæ eru að Lækjargötu 2 og Austurstæti 20. Það síðarnefnda, þar sem nú er skemmtistaðurinn Pravda, eru frá árinu 1801 og þar bjó Trampe greifi á sínum tíma, segir Magnús Skúlason, formaður Húsafriðunarnefndar.

Lítið er þó eftir af upprunalegum innviðum fyrir utan gamalt eldstæði. Húsið að Lækjargötu 2 er hins vegar frá árinu 1852 og að sögn Magnúsar er meira eftir af upprunalegum innviðum þar. Þar bjó og starfaði á 19. öld frægasti ljósmyndari landsins, Sigfús Eymundsson. Húsið að Austurstæti 20 er aldursfriðað en Lækjargata 2 ekki, en Magnús segir lagt hafi verið til að það yrði friðað.

Eldur stendur enn upp úr húsunum og ekki liggur fyrir hvenær slökkvistarfi líkur. Þá liggur heldur ekki fyrir hvers vegna eldurinn kom upp en að sögn heimildarmanns Stöðvar 2 og Vísis kom eldurinn upp í söluturninum Fröken Reykjavík og barst þaðan í báðar áttir.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö og var allt tiltækt slökkvilið kallað til. Enginn mun vera í hættu að sögn slökkviliðs.

Bein útsending er frá slökkvistarfi á Vísi. Hana má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×