Innlent

Fyrsta Boeing-vél Primera til landsins í dag

Fyrsta þotan af fimm sem flugfélagið Primera Air ætlar að kaupa kemur til Íslands í dag og verður frumsýnd á Reykjavíkurflugvelli klukkan tvö. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800 og er þriggja ára gömul. Bráðlega koma tvær vélar af sömu gerð til viðbótar, beint frá verksmiðjum Boeing í Bandaríkjunum.

Primera Travel Group er félag sem rekur sjö ferðaskrifstofur og eitt flugfélag á Norðurlöndunum, þeirra á meðal Heimsferðir hér á Íslandi. Stjórnarformaður er Andri Már Ingólfsson sem jafnframt er forstjóri Heimsferða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×