Innlent

Framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna rekinn

MYND/Róbert

Stjórn Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hefur vikið Viggó Þórissyni, framkvæmdastjóra þjónustunnar, fyrirvaralaust úr starfi. Í tilkynningu frá Verðbréfaþjónustunni segir að mistök hafi átt sér stað í störfum framkvæmdastjórans.

Málið hefur verið tilkynnt til saksóknara efnahagsbrota Ríkislögreglustjóra, sem rannsakar málið. Meðan málið er í rannsókn mun VSP ekki gefa frekari upplýsingar um það. Segir í tilkynningunni að málið hafi hvorki áhrif á rekstur né fjárhagsstöðu verðbréfasjóða VSP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×