Innlent

Rannsaka hvort um nýjan virkan eignarhlut sé að ræða

Yfirtökunefnd kom saman í dag til að ræða sölu á stórum hlut í Glitni en nefndin kannar hvort yfirtökuskylda hafi myndast með kaupum Saxbyggs og fleiri aðila á hlutabréfunum. Þá skoðar Fjármálaeftirlitið hort nýr virkur eignarhlutur hefur myndast en leyfi þarf til að fara með virkan eignarhluthlut í bönkunum.

Tuttugu prósent hlutafjár í Glitni og þar með tugir milljarða króna, skiptu um hendur í gær þegar Milestone undir forystu Karls Wernersonar og Einar Sveinsson formaður bankastjórnar Glitnis seldu hlut sinn í bankanum. Þessir aðilar ásamt FL Gropu hafa verið stærstu hluthafar bankans.

Fjármálaeftirlitið kannar nú hvort myndast hafi nýr virkur eignarhlutur í bankanum, en virkur eignarhlutur er í nokkrum þrepum, allt frá 10 prósentum. Þannig hefur FL group leyfi fyrir allt að 33 prósenta hlut í bankanum.

Jónas Fr. Jónsson framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að sækja þurfi um leyfi fyrirfram ef menn vilji menn eignast virkan eignarhlut í fjármálastofnunum, en vissulega geti menn samið um slík kaup með fyrirvara. Nú muni Fjármálaeftirlitið fara yfir gögn og kanna hvort einhver nýr virkur eignarhlutur hafi myndast og hvort þeir sem hafi eignast hann séu hæfir til að fara með hlutinn.

Engin umsókn hafði borist Fjármálaeftirlitinu í dag, sem gæti þýtt að kaupunum telji kaupendur sig ekki vera komna nýjan virkan eignarhlut. En hér á landi er farið eftir evrópskum reglum og staðfesting Fjármálaeftirlitsins því vottun um að bankinn uppfylli evrópsk skilyrði.

Þá kom yfirtökunefnd saman til fundar í dag vegna þessa máls, en hún hefur það hlutverk að meta hvort með kaupum á bréfunum hafi eigendur yfirtökuskyldu á ráðandi hlut annarra. Engin niðurstaða varð á þeim fundi.

Jónas Fr. segir að Fjármálaeftirlitið muni væntanlega ekki taka allt of langan tíma í að fara yfir málið. Hann reikni með að gögn um kaupin berist fljótt og örugglega, enda hljóti menn að vilja að óvissu um eignarhaldið verði eytt sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×