Innlent

Kanna vellíðan og streitu eldisfiska

MYND/Matís

Matvælarannsóknir Íslands (Matís) og Háskólinn á Hólum taka þátt í umfangsmiklu Evrópuverkefni til fimm ára þar sem rannsaka á vellíðan og streitu eldisfiska.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Matís er ætlunin að skilgreina hvað veldur vellíðan eða streitu fiska en nýjar rannsóknir benda til þess að fiskar upplifi sársauka líkt og fuglar og spendýr þótt ekki sé ljóst hvort um sambærilega sársaukatilfinningu er að ræða. Alls taka 60 rannsóknarhópar frá yfir 20 löndum þátt í verkefninu en það fjármagnað í gegnum Evrópusambandið.

Dr. Þorleifur Ágústsson, verkefnastjóri hjá Matís, og Dr. Helgi Thorarensen, hjá Háskólanum á Hólum, sitja í stjórn verkefnisins fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×