Innlent

Ný könnun í Reykjavíkurkjördæmi suður

Sjálfstæðisflokkurinn fær 40,4% fylgi í Reykjavíkurkjördæmi suður í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Vinstrihreyfingin-grænt framboð er með 23,6% fylgi samkvæmt könnuninni.

Þessir tveir flokkar bæta við sig fylgi í kjördæminu miðað við síðustu kosningar. Samfylkingin fær 22,6% atkvæða að sögn mbl.is og Framsóknarflokkur 4,9%. Frjálslyndi flokkurinn er með 4,2% fylgi í könnuninni og Íslandshreyfingin 4,1%.

Samkvæmt þessari niðurstöðu bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig einum kjördæmakjörnum þingmanni og fengi fimm. Samfylkingin myndi missa einn og fá tvo þingmenn og Vinstri grænir bæta við sig einum þingmanni og fá tvo. Kjördæmið er jafnframt með tvö uppbótarþingsæti sem könnunin tók ekki til.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×