Innlent

Byggja upp fjóra framhaldsskóla í Pókot í Kenía

Heimavist Riwo Secondary School sem byggð var m.a. fyrir fjármagn frá Þróunarsamvinnustofnun.
Heimavist Riwo Secondary School sem byggð var m.a. fyrir fjármagn frá Þróunarsamvinnustofnun.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Kristniboðssambandið hyggjast í sameiningu byggja upp fjóra framhaldsskóla í Pókothéraði í Kenía. Samið var um uppbygginguna í síðasta mánuði en gert er ráð fyrir að Þróunarsamvinnustofnunin fjármagni 60 prósent af uppbyggingunni en Kristinboðssambandið 40 prósent.

Áætlað er að verkið taki tvö ár og að það kosti nærri ellefu milljónir. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Kristinboðsambandinu er ætlunin að byggja þrjár heimavistir, tvær kennslustofur og fjóra matsali með eldunaraðstöðu. Kristinboðssambandið þekkir vel til í Pókothéraði, sem er við landamæri Úganda, því íslenskir kristniboðar hafa verið þar að störfum í þrjá áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×