Innlent

Þakkar stórauknu umferðareftirliti hve lítið var um slys

Lögreglan þakkar það stórauknu umferðareftirliti hve lítið var um slys um páskana. Bara á Akureyri hafði lögreglan afskipti af þúsund bílstjórum.

 

Páskahátíðin fór vel fram um allt land miðað við það sem menn eiga að venjast þegar svo margir eru á faraldsfæti. Páskarnir eru ein stærsta ferðahelgi ársins og fara flestir milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Hér áður fyrr hefur fallið skuggi á hátíðina vegna alvarlegra slysa en í ár var öldin önnur og betri en jafnan fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×