Innlent

Jarðskjálftar í Öxarfirði

Tveir jarðskálftar, um þrír á Richter hvor, urðu á austanverðu Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum á jarðskjálftavef Veðurstofunnar. Sá fyrri varð í Kelduhverfi laust fyrir klukkan hálfsjö og átti upptök í Keldunesheiði, norðan Gjástykkis, um níu kílómetra vestsuðvestur af Ásbyrgi. Síðari skjálftinn varð um hálftíma síðar, um klukkan sjö, en hann átti upptök sín undir hafsbotni norður af Öxarfirði um fimmtán kílómetra austur af Grímsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×