Innlent

Dorrit væntanleg heim á næstu dögum

Dorrit Moussaieff forsetafrú er væntanleg hingað til lands á næstu dögum en eins og kunnugt lærbrotnaði hún á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Þær upplýsingar fengust hjá forsetaritara að Dorrit væri á góðum batavegi og að hún hefði verið í góðu sambandi við lækna sína. Eftir að hún kemur heim er reiknað með að hún fari í endurhæfingu enda voru meiðsl hennar allnokkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×