Innlent

Páskakvíga í Húsdýragarðinum

MYND/Húsdýragarðurinn

Sannkallaður páskaglaðningur leit dagsins ljós í Húsdýragarðinum í nótt þegar kýrin Branda bar myndarlegri kvígu. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Húsdýragarðinum er faðirinn tuddinn Týr sem einnig býr í garðinum en hann er afkvæmi hins landsþekkta Guttorms sem lengi gladdi gesti Húsdýragarðsins.

Kvígan litla er rauð á lit með stjörnu á hausnum, ekki ósvipaða þeirri sem Týr er með og Guttormur hafði. Kvígan hefur ekki fengið nafn en gestum garðsins er velkomið að senda tillögur að nafni á netfangið unnur@husdyragardur.is.

Opið verður í Húsdýragarðinum um alla páskana frá klukkan 10 til 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×