Innlent

Könnun gefur til kynna miklar breytingar á pólitísku landslagi nyrðra

Fréttastofa Stöðvar 2 heldur áfram kosningahringferð sinni um landið og blæs í kvöld til fundar með oddvitum allra flokka sem lagt hafa fram framboðslista í Norðausturkjördæmi.

Af því tilefni verður aðalfréttatími Stöðvar 2 klukkan hálf sjö sendur út frá Akureyri og að honum loknum hefst kosningafundurinn þar sem púlsinn verður tekinn og oddvitar spurðir spjörunum úr. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um fylgi flokkanna í kjördæminu.

Án þess að nokkru sé ljóstrað upp þá gefa þær niðurstöður til kynna gríðarlegar breytingar á pólitísku landslagi nyrðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×