Innlent

Fluttir á sjúkrahús eftir veltu á Vatnsleysustrandarvegi

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll valt á Vatnsleysustrandarvegi skammt austan við Voga um klukkan 20 í gærkvöld.

Bíllinn hafnaði á toppnum og voru ökumaður og þrír farþegar komnir út úr bílnum af sjálfsdáðum þegar lögregla kom á vettvang. Eftir því sem segir á vef lögreglunnar á Suðurnesjum slösuðust farþegar sem sátu í aftursæti bifreiðarinnar en þeir voru ekki í bílbeltum. Var annar þeirra fluttur á Landsspítalann en hinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×