Innlent

Kennarar meiri þátttakendur í einelti en nemendur

Kennarar eiga meiri þátt í einelti gagnvart börnum en nemendur samkvæmt nýrri könnun. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir niðurstöðurnar sláandi en þó komi þær ekki algjörlega á óvart.

Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri lagði ýmsar spurningar fyrir grunnskólabörn á Akureyri þar sem einelti var meðal annars kannað.

Það sem vekur mesta athygli í niðurstöðunum er að samkvæmt svörum barnanna er einelti algengara af hálfu kennara en nemenda.

Óalgengt er að spurt sé með þessum hætti og því liggur engin niðurstaða fyrir um önnur sveitarfélög.

Sigrún Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri telur brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×