Innlent

Samið um að vakta lífríki Þingvallavatns

MYND/Heiða

Samið hefur verið um vöktun á lífríki Þingvallavatns til þess að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta eins og nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar og vegagerðar.

Það eru Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Umhverfisstofnun, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur sem munu í samstarfi vakta lífríki Þingvallavatns en það er mjög fjölskrúðugt. Bent er á í tilkynningu frá Þjóðgarðinum að Þingvellir séu auk þess á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, en á skránni eru menningar- og náttúruminjar sem taldar eru hafa einstakt gildi fyrir heimsbyggðina alla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×