Innlent

Gaskútaþjófar gripnir

Gaskútaþjófum sem stálu þremur gaskútum frá tveimur heimilum í Hafnarfirði varð ekki kápan úr því klæðinu því lögregla greip þá á sunnudagskvöld eftir að þeir höfðu reynt að fá skilagjald fyrir kútana á nokkrum bensínstöðum.

Eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni sáu sarfsmenn flestra bensínstöðva við þeim en að lokum tókst þjófunum að fá inneignarnótu fyrir ránsfenginn og fannst hún í fórum þeirra. Tveir þjófanna eru 15 ára en sá þriðji töluvert eldri. Þeir voru allir yfirheyrðir á svæðisstöðinni í Hafnarfirði og játuðu brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×