Innlent

Ríflega tíu þúsund höfðu kosið klukkan 18

Mikil aðsókn hefur verið að kjörstöðum. Myndin er tekin í V'iðistaðaskóla.
Mikil aðsókn hefur verið að kjörstöðum. Myndin er tekin í V'iðistaðaskóla.

10.017 manns höfðu kosið í atkvæðagreiðslunni um stækkun álvers Alcan í Hafnarfirði nú klukkan 18 þegar ein klukkustund er eftir af kjörfundi. Af þeim kusu tæplega 1200 utan kjörfundar. Alls eru 16.648 manns á kjörskrá og er kjörsókn því um 60 prósent. Hún stefnir því í að verða mjög góð en eftir því sem fram kom í fréttum útvarps klukkan 18 eru biðraðir á kjörstöðunum þremur. Fyrstu tölur í kosningum verða kynntar um svipað leyti og kjörstöðum verður lokað en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um tíuleytið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×