Innlent

Vilja gefa út leyfi til leitar og vinnslu á olíu við Jan Mayen-hrygginn

Iðnaðarráðuneytið lagði í dag fram skýrslu til umsagnar þar sem lagt er til að gefin verið út sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn.

Segir í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu að niðurstöður hljóðvarpsmælinga á svæðinu gefi vísbendingar um að olíu og gas í vinnanlegu magni sé að finna þar. Með skýrslunni eru lögð fram drög að umhverfismati sem tekur til hugsanlegra áhrifa olíuleitaráætlunarinnar á umhverfið.

Að loknu kynningar- og umsagnarferli og að teknu tilliti til athugasemda verður svo gefin út lokaskýrsla í júní á þessu ári 2007. Á grundvelli hennar verður hægt að taka ákvörðun um hvort veita eigi leyfi til framkvæmdanna en reiknað er me að a.m.k. eins árs undirbúningsvinna sé fram undan áður en hægt verði að úthluta sérleyfum til rannsókna og vinnslu olíu á norðanverðu Drekasvæðinu eða á miðju næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×