Innlent

Króníkan hættir útgáfu

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu vikublaðsins Króníkunni í núverandi mynd. Blaðið hóf göngu sína um miðjan febrúar. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum eftir hádegið í dag. Samkvæmt yfirlýsingu frá Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur félagið fest kaup á öllu hlutafé í útgáfufélagi vikuritsins Krónikunnar, Fréttum ehf.

Í yfirlýsingunni segir líka, gengið hafi verið frá ráðningu Sigríður Daggar Auðunsdóttur í starf umsjónarmanns helgarblaðs DV og Valdimars Birgissonar í starf markaðsstjóra og sölustjóra áskrifta.

Í yfirlýsingunni segir að kaupin efli DV sem dagblað en viðtökur við blaðinu hafi verið mjög góður fyrsta mánuðinn sem blaðið hefur verið gefið út.

Ennfremur að nú verði enn frekari áhersla lögð á að efla helgarblað DV.

Samkvæmt könnun Capacent frá því í febrúar mælist helgarblað DV með 23,8 prósenta lestur um land allt en það er mesti lestur sem helgarblað DV hefur mælst með undanfarin tvö ár.

Kaupverðið er trúnaðarmál.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×