Innlent

Ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi

Umferðarslys varð á Álftanesvegi í dag þar sem jeppa var ekið á ljósastaur.
Umferðarslys varð á Álftanesvegi í dag þar sem jeppa var ekið á ljósastaur. MYND/Daníel

Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús í sjúkrabifreið eftir að hafa ekið bifreið sinni á staur á afrein á Hafnarfjarðarvegi sem liggur upp í Hamraborg í Kópavogi.

Slysið varð laust fyrir klukkan átta og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til þess að ná konunni úr bílnum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ekki talið að hún væri alvarlega slösuð en bíllinn var mikið skemmdur og var dreginn af vettvangi. Nokkuð hefur verið um árekstra og óhöpp á landinu í dag en mörg þeirra má rekja til vetrarfærðarinnar sem víða er á vegum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×