Innlent

Rafræn skilríki á Íslandi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, tóku í dag í notkun fyrsta rafræna skilríkið hér á landi. Opnaður hefur verið nýr upplýsingavefur um rafræn skilríki, skilriki.is.

Rafræn skilríki munu nýtast bæði í viðskiptum og í samskiptum við hið opinbera og ekki síður til að bæta öryggi samskipta á netinu.

Athöfnin fór fram að loknu ávarpi fjármálaráðherra á ráðstefnunni „Nýtum tímann - notum tæknina" í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan er liður í UT-deginum sem forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið standa fyrir.

Ætlunin er að meirihluti almennings og fyrirtækja noti rafræn skilríki á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×