Innlent

FL Group selur Kynnisferðir

FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál.

Kynnisferðir voru stofnaðar fyrir nærri 40 árum en félagið sér meðal annars um rútuferðir milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nam velta Kynnisferða á síðasta ári um 1,5 milljörðum króna. Í tilkynningu FL Group segir að með þessu hafi félagið lokið sölu á öllum dótturfyrirtækjum sínum sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flugleiða eins og hann var, áður en fyrirtækið fékk nafnið FL Group.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×