Erlent

Skutu átta óbreytta borgara til bana

AP
Bandarískir hermenn skutu átta óbreytta borgara til bana og særðu meira en 30 til viðbótar fyrir utan Jalalabad í austurhluta Afganistan í dag. Þetta segir lögregla í Afganistan. Hermennirnir hófu skothríð eftir að sjálfsmorðssprengjumaður gerði á þá árás. Sprengjumaðurinn var sá eini sem lést í sprengingunni en ekki er ljóst hvort hermenn hafi slasast í henni. Ekki hafa enn borist fréttir af því af hverju hermennirnir hófu skothríð á borgarana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×