Innlent

Lét son sinn sofa úr sér í fangageymslu

MYND/Gunnar

Móðir sextán ára pilts, sem fluttur var á lögrelustöðina við Hverfisgötu eftir slagsmál á balli í gærkvöldi, ákvað að láta piltinn sofa úr sér á stöðinni.

Lögregla var hvað eftir annað kölluð til aðstoðar vegna óláta og drykkjuskapar á tveimur skólaböllum í borginni í gærkvöldi. Annað var á Broadway og hitt í Iðnaðarmannahúsinu. Á báðum stöðum brutust ítrekað út slagsmál auk þess sem lögregla aðstoðaði unglinga, sem voru komnir í ógöngur vegna ölvímu.

Lögreglan flutti tvo pilta á lögreglustöðina eftir slagsmál og hringdi í foreldra þeirra til að láta sækja þá. Móður annars piltsins var mjög brugðið þegar hún kom að sækja son sinn og sá ástand hans og ákvað að láta hann sofa áfengisvímuna úr sér í vörslu lögreglunnar. Piltinum var sleppt úr haldi í morgun.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×