Innlent

Fleiri birgjar tilkynna verðlækkanir

Verðlækkanir á vörum
Birgjarnir Ásbjörn Ólafsson og Íslensk Ameríska tilkynntu verðlækkanir á vörum sínum frá og með 1. mars. Ásbjörn Ólafsson mun lækka vörur sínar um 2% en þeir selja m.a. vörur frá Knorr, Prins Pólo, Maizen og sultur frá Den gamle fabrik. Íslensk Ameríska tilkynnti um 3% lækkun á ýmsum snyrtivörum, hreinlætisvörum líkt og bleyjum frá Pampers, Vicks töflum og Pringles snakkvörum svo fátt eitt sé nefnt.

Heildverslunin Innnes lækkaði vörur sínar þann 20. febrúar um 2-3,5 % og er sú lækkun talin hafa átt sinn þátt í því að aðrir birgjar hafi nú lækkað verð hjá sér. Innes flytur meðal annars inn Filippo Berio olíur, Granini safa, Hunts vörur, Orville popp, Mills kavíar, Swiss miss, Wesson olíur, Freschetta pizzur og sælgæti frá Marabou, Toms, AB, Fisherman og Ga-jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×