Innlent

Vikulegar skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar

MYND/Stefán

Capacent Gallup, Ríkisútvarpið og Morgunblaðið undirrituðu í dag samning um gerð og birtingu vikulegra skoðana- og fylgiskannana í aðdraganda alþingiskosninga sem fara fram 12. maí. Síðustu viku fyrir kosningar verða niðurstöður birtar daglega.

Ástæðuna segja þeir vera að tryggja kjósendum og stjórnmálaflokkum aðgang að tíðum fylgis- og málefnakönnunum. Niðurstöðurnar verða birtar á föstudögum í viku hverri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×