Innlent

Dæmdur fyrir að stinga föður sinn

Ekki þótti sannað að hann hafi fyrirfram ætlað að ráða föður sínum bana.
Ekki þótti sannað að hann hafi fyrirfram ætlað að ráða föður sínum bana.

 

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi, þar af eitt ár og níu mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn réðst með hnífi á föður sinn á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 17. júní á síðasta ári og hlaut hann lífshættulega áverka.

Ekki þótti sannað að hann hafi fyrirfram ætlað að ráða föður sínum bana en að honum hefði átt að vera ljóst að með því að leggja til hans með hnífi gæti svo farið.

Upphaf málsins má rekja til þess að árásarmaðurinn reiddist föður sínum eftir að hafa staðið hann skömmu áður að framhjáhaldi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×