Innlent

Leika sér á ísilögðu Hálslóninu

Hálslón hefur nú náð um tveimur þriðju af endanlegri hæð sinni.
Hálslón hefur nú náð um tveimur þriðju af endanlegri hæð sinni. MYND/GVA

Vart hefur orðið við að vélsleðamenn hafi verið að stelast inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun til að leika sér á ísilögðu Hálslóninu. Landvirkjun vinnur að því að láta útbúa skilti til að setja upp við helstu leiðir að virkjunarsvæðinu til að vekja athygli á að ferðir þangað séu óheimilar.

Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, sagði í samtali við Vísi að þar hefðu menn nokkrar áhyggjur af vélsleðamönnum á vinnusvæðinu enda séu hætturnar margar.

Hálslón hefur nú náð um tveimur þriðju af endanlegri hæð sinni. Lónið er komið í 570 metra hæð yfir sjó og vantar 55 metra upp á endanlega hæð. Ís verður líklega yfir lóninu fram í júní en klára á að fylla það í lok sumars.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×