Innlent

Raforkuverð lækkaði hjá mun fleirum

Raforkuverð hækkaði, hjá fjórðungi íbúa landsbyggðarinnar, um allt að sextíu prósent vegna markaðsvæðingar raforkukerfisins. Verðið lækkaði hins vegar hjá þremur fjórðu hluta íbúanna. Þetta kom fram á Alþingi í dag.

Þingmenn Samfylkingarinnar fullyrtu að íbúar landsbyggðarinnar sem og alþingismenn hefðu verið blekktir þegar ný raforkulög voru sett fyrir fjórum árum.

Ráðherra raforkumála dró hins vegar allt aðra mynd af stöðu mála og sagði að hér hefði fremur verið um leiðréttingu að ræða. Samkvæmt tölum RARIK hefði verðið lækkað hjá 75% viðskiptavina um allt að 15% en hækkað á fjórðungi viðskiptavina um allt að 15%.

Kristján Möller kallaði þetta kaldar kveðjur Framsóknarflokks til íbúa dreifbýlisins. Raforkuverð hefðið hækkað hjá fjórðungi íbúa á landsbyggðinni um allt að 60%.

Jón Sigurðsson fullyrti að aðeins örfá dæmi væru um svona miklar hækkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×