Innlent

Meirihluti telur rangt að vísa klámráðstefnugestum frá

Yfir 60 prósent þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins telja að það hafi verið rangt af eigendum Hótel Sögu að vísa gestum klámráðstefnu frá.

70 prósent karla eru mótfallnir ákvörðuninni en rúmur helmingur kvenna. Áberandi er munur á afstöðu svarenda eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir hyggjast kjósa. Flestir kjósendur Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins eru mótfallnir ákvörðuninni en kjósendur Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins eru frekar hlynntir henni. Skoðanir kjósenda Samfylkingarinnar eru í takt við heildarniðurstöður könnunarinnar. 89 prósent af 800 manna úrtaki tóku afstöðu til spurningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×