Innlent

Klámráðstefnugestir íhuga að stefna Hótel Sögu

Aðstandendur hvataferðar klámframleiðenda, sem fyrirhuguð var í Reykjavík í næsta mánuði en ekkert verður af, íhuga nú lögsókn gegn Hótel Sögu sem hefur úthýst þeim. Að sögn Christinu Ponga-Vega, talsmanns hópsins, hafa þeir sem standa að ferðinni leitað til íslenskra lögfræðinga en eftir sé að ákveða hvort farið verði í mál. Það skýrist þegar líði á vikuna. Stjórn Bændasamta Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvað í síðustu viku að vísa hópnum frá en hundrað og fimmtíu manns höfðu bókað gistingu á hótelinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×