Innlent

Höfðust við í neyðarskýli

Tveir bílar með sex manns innanborðs veðurtepptust á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi í dag. Fólkið náði sambandi við Vaktstöð siglinga í gegnum talstöð og fóru björgunarsveitarmenn frá Koðra í Súðavík af stað að hjálpa fólkinu sem hafðist við í neyðarskýli á fjallinu. Vel gekk að losa bílana úr snjónum og komu þeir til byggða í fylgd björgunarsveita nú undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×