Innlent

Segir ummæli Hjartar guðlast

Hörð ummæli fríkirkjuprests í Kompásþætti í garð Þjóðkirkjunnar hafa vakið hastarleg viðbrögð. Þannig segir sóknarprestur í Landakirkju að ásakanirnar feli í sér guðlast.

Í þættinum Kompási s.l. sunnudag var fjallað um breytingar á stöðu Þjóðkirkjunnar og meðal annars bent á að tæplega fimmtungur þjóðarinnar, eða 55 þúsund manns væru ekki í Þjóðkirkjunni. Efnahagsleg sérstaða þjóðkirkjunnar var gagnrýnd af Hilmar Erni Hilmarssyni, allsherjargoða auk þess sem Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur taldi að misrétti trúfélaga væri ekki í kirstilegum anda.

Hjörtur deildi hart á Þjóðkikrjuna og sagði hana á hættulegri braut þegar því væri haldið fram að það fæli í sér alvarlegar afleiðingar ef staða Þjóðkirkjunnar veiktist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×