Innlent

Hafa þegar lækkað mataverð

Verðlag í Bónus og Krónunni hefur þegar verið lækkað til samræmis við fyrirhugaða lækkun stjórnvalda á virðisaukaskatti um mánaðamótin. Virðisaukaskattur af öllum vörum, sem báru 24,5 prósenta virðisaaukaskatt og 14 prósent, lækkar niður í sjö prósent.

Þar er því ekki frekari verðlækkunar að vænta um mánaðamótin nema að birgjar lækki verð á vörum sínum sem styrking krónunnar virðist gefa tilefni til. Þess eru nú þegar dæmi eins og hjá heildversluninni Innnesi sem hefur lækkað verð á vörum til verslana um tvö prósent af þessum sökum. Fyrirtækið flytur inn margar vinsælar dagvörur. Neytendasamtökin búast við að fleiri birgjar fylgi í kjölfarið á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×